gototopgototop
NÁMSTÆKNI - Hugarkortin og glósurnar - í fjarnámi

hugarkortin_header

NÁMSTÆKNI - Hugarkortin og glósurnar  - Kennt í fjarnámi í samvinnu við Hugarkort.is


Námskeiðið er sjálfstætt framhald af hraðlestrarnámskeiði en ekki er þörf á því að hafa setið hraðlestrarnámskeið til að hafa not af þessu námskeiði.  Það er þó engin spurning að þeir sem hafa setið hraðlestrarnámskeið fá meira út úr því vegna þess að hér er farið enn ítarlegar í þær glósuleiðir sem bent er á þar.  Námskeiðið er kennt í fjarnámi á Nemendavef Hraðlestrarskólans.

"Ákvað eftir hraðlestrarnámskeið að skrá mig á öll þau framhaldsnámskeið sem í boði voru.  Sé ekki eftir því!  iMindMap er snilld og mikill munur að fá kennslupakka frá Jóni =)  Hlakka til að fara heim að glósa í fyrsta skipti í langan tíma." - Jónína Sæunn, 20 ára Háskólanemi
"Ég var að leita að námskeiði sem myndi hjálpa mér að búa til auðvelda leið sem hægt er að rekja sig í gegnum námsefni.  Ég fann það á iMindMap námskeiðinu." - Herwig Syen, 36 ára Mannauðsstjóri

Markmið námskeiðs...

sidebar_imindmap_logo...er að kenna nemendum hvernig hugarkortin virka, af hverju glósur eru mikilvægar í námi, hvernig hægt er að nýta glósutímann mikið betur, hvernig hægt er að nota ýmis forrit t.d. iMindMap til að auðvelda glósutöku, verkefnavinnu eða ritgerðarsmíð.  Í raun að gera nemanda kleift að takast á við hvaða hvaða efni sem er og vinna hnitmiðað hugarkort út frá því efni.  Hugarkort sem er síðan hægt að rifja upp með reglulegu millibili og þannig ýta við huganum - minna hugann á hvað skiptir máli í lesefni, náminu eða verkefninu.  Nemandi notar sitt eigið námsefni og vinnur það heimanám sem honum hefur verið sett fyrir í skólanum - hann er því að slá tvær flugur - læra fyrir námskeiðið og læra fyrir skólann.

Á námskeiðinu lærir þú:

 • Hvernig og af hverju hugarkortin hjálpa
 • Af hverju forritið iMindMap hjálpar
 • Hvaða reglur þarf að hafa í huga
 • Hvernig á að finna lykilorð og lykilatriði
 • Af hverju þú átt að forlesa og eftirlesa
 • Hvernig þú nærð að glósa markvissar með iMindMap
 • Hvernig á að leita uppi lykilspurningar
 • Af hverju það er nauðsynlegt að rifja upp
 • Hvernig þú getur rifjað upp og ýtt við huganum

MIKILVÆGT: Nemandi þarf að nota eigin fartölvu í fjarnámi og hafa uppsetta fríútgáfu iMindMap.

Námskeiðsfyrirkomulag:

hugarkortin-tvKennslufyrirkomulag: Kennt er í fjarnámi á Nemendavef Hraðlestrarskólans - 4 klukkustundir af kennsluefni + kennslubók með leiðbeiningum ásamt 4 vikna aðhaldi í formi vikulegra verkefna.

Fyrirkomulag: Á nemendavef verður að finna 4 tíma myndskeið þar sem farið er í ýmsar tækniæfingar sem ætlað er að þjálfa glósutæknina og kennari fer síðan í gegnum efni er tengist hugarkortum, iMindMap-hugbúnaðinum, glósutækni, námstækni og annað efni sem tengist hugarkortum og glósum almennt.  Í framhaldi eru 4 vikna æfingaferli þar sem nemendur fá aðgang að myndskeiðum á nemendavef Hraðlestrarskólans - www.h.is/nemendavefur, þar sem kennari svarar fyrirspurnum nemenda, leysa verkefni sem þau skila og fá ábendingar um hvað þurfi að bæta og tíma með kennara í gegnum SKYPE á meðan verið er að festa nýja glósutækni í sessi.

Verð:

Almennt verð er 15.500 kr. - Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum. - ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

(ATH. Fyrir þá sem þurfa meiri grunnæfingu í notkun iMindMap - þá fylgir 50% afsláttur grunnnámskeiði með kaupum á þessu námskeiði - sjá upplýsingar á www.hugarkort.is - Afsláttarkóði: iMindMap50%)

Innifalið í námskeiðagjaldi:

hugarkortin-folderÍtarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, aðgangur að nemendavef Hraðlestrarskólans, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur, aðstoð í gegnum síma, netfang og SKYPE, vikulegt aðhald við verkefnavinnu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf á.

Umsagnir nemenda:

"Ég var áhugasöm og eftirvæntingafull fyrir námskeiðið, vonaðist til að það gæti aðstoðað mig í mínu námi, sem það mun gera.  Ég er mjög ánægð að hafa ákveðið að sitja þetta námskeið.  Mjög notalegt og vinalegt :-)" - 19 ára nemi

"Ég fékk það sem ég kom til að fá þ.e. ég kann núna á iMindMap og skil hvernig það virkar." - 22 ára Háskólanemi

Skráning á námskeiðið
 1. Fornafn(*)
  Invalid Input
 2. Eftirnafn(*)
  Invalid Input
 3. Kennitala(*)
  Kennitala í röngu formi
 4. Netfang(*)
  Invalid Input
 5. Sími 1(*)
  Invalid Input
 6. Sími 2
  Invalid Input
 7. Smelltu á það námskeið sem hentar þér...
 8. (*)

  Invalid Input
 9. Athugasemdir
  Invalid Input
 10. Afsláttarkóði
  Invalid Input
 11. SKILMÁLAR: Skráning á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á námskeiði. Hraðlestrarskólinn áskilur sér rétt til þess að innheimta námskeiðsgjald að fullu á námskeið sem eru 4 klst. eða lengri ef þátttakandi skráir sig úr námskeiði innan 14 daga áður en námskeiðið hefst. Úrsagnir úr námskeiðum skulu ávallt fara fram skriflega. Kynntu þér greiðsluskilmála Hraðlestrarskólans áður en þú festir þér sæti - Sjá greiðsluskilmála
 12.   

 

Fylgstu með okkur á G+...

RAFBÓK!! Er stutt í próf!!

augl-vef-yfirsyn

RAFBÓK!! Hraðlestur fyrir þig...

augl-vef-fyrirthig3

Námsgreining fyrir þig...

augl-forsidu-namsgreining

Við ábyrgjumst árangur þinn

FRÍR PDF-bæklingur um KINDLE

Kindle-lestolvan

Hverjir eru inni?

Það eru 3 gestir á síðunni núna
SkráningUmsagnirNámskeiðinHraðlestrarkrakkarHraðlesturFramhaldNæstu námskeið
JoomlaWatch Stats 1.2.9 by Matej Koval